Sjö ára Shopkins afmæli

Í byrjun Mars héldum við uppá 7 ára afmæli þeirrar eldri en þemað var ákveðið fyrir meira en ári síðan að venju og þemað skildi vera Shopkins. Ég skemmti mér stórvel að plana þetta Shopkins afmæli og tókst bara alveg hreint ágætlega til þó ég segi sjálf frá, litir og gleði og hér að neðan getið þið séð hvað varð fyrir valinu í framkvæmd.

Skreytingarnar voru svosem af einfaldari tegundinni en tíminn leyfði mér ekki að klára allt sem ég ætlaði mér en það var nú í góðu lagi enda eru veitingarnar skreytingar líka, en kíkjum á þetta:

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli /  Shopkins Birthday

Ljósgræni “Dúkurinn” er efnis strangi úr Rúmfatalagernum – kostar um 900 krónur og svo má nota þetta aftur og aftur. Bleika efnið er svo léreft líka úr Rúmfó sem kostaði 299 kr meterinn. Hækkunin á borðinu eru einfaldlega viðarkassar sem ég á til.

Borðann á borðinu útbjó ég með gjafaborða og spilastokk úr Hagkaup en stokkurinn kostar um 300 krónur. Ég veit ekki hvort þessi spil eru til lengur en nýlega sá ég Frozen spil af þessari tegund. Ég límdi spilin einfaldlega á með smá límbyssudoppu og festi borðann á borðið með öryggisnælum.

Ég var svo með pappa kúlur sem ég átti á borðinu og ætlaði að hafa sjúklega sæta blöðru á borðinu sem ég keypti hjá Pippa en hún hvarf á dularfullan máta… líklega verið hent í ruslið fyrir slysni. Hversu sæt!

Glösin voru svo froosh flöskur með mynd – einfalt og klassískt og vegur kannski pínu á móti öllu hinu einnota… er þaggi?

Veitinga miðana útbjó ég með myndum og í powerpoint og límdi svo á ögn þykkari pappír. Þér er velkomið að senda mér Facebook skilaboð ef þig langar að fá þetta til notkunar hvort sem er án texta eða með. Facebook síða bloggsins er HÉR (klikka hér)

Snúum okkur að veitingunum sem við framkvæmdum en hugmyndabankinn var stór

Donuts
Ég fór einföldu leiðina með þetta og keypti mini kleinuhringi í Hagkaup – einn pakka með bleiku og annan með hreinum. Þetta rann hratt og vel ofaní börnin.

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli / Shopkins Birthday

Melónur
Vatnsmelóna virtist vera tímabundið ófáanleg akkúrat þessa helgi… þessi melóna var í dulargervi vatnsmelónu hvað lag varðar en var svo bara kantilópa… útlitið varð því ekki alveg það sem ég sóttist eftir.. pínu svekk.

Rice Crispies í ísformi
Smá twist á ís karakterinn og að sjálfsögðu í innkaupakörfu.

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli

Naglalakk
Naglalökkin eru sykurpúðar og lakkríshúðað marsípan úr nammibarnum í Iceland sem fest er á með súkkulaði – það er hægt að gera flókanir útgáfu og litsterkari með því að velta sykurpúðunum uppúr Jello en ég ákvað að tína bleiku púðana bara úr blönduðu Haribo sykurpúðunum og hafa þetta einfalt. Þetta má vel gera nokkrum dögum fyrir afmæli og setja í sip lock poka.

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli / Shopkins Birthday

Jarðaber
Jarðaber eru einn af karakterunum og því augljósar veitingar og ég hélt þessu einföldu. Litríku skálarnar fékk ég á nokkra hundrað kalla í Byko og mun nota aftur og aftur í barnafmælum.

Pretzils
Ég súkkulaðihúðaði einn poka af saltkringlum og skreytti með smá kökuskrauti – þetta er svo sjúklega gott combo – hvítt súkkulaði og saltkringlur. Nömm! Þær fengu svo að vera í svona glærum vasa á fæti.

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli / Shopkins Birthday

Tyggjókúlur
Þær voru nú meira uppá skraut en eitthvað annað en voru að sjálfsögðu vinsælar.

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli

Ískex
Hlýtur að vera Shopkins karakter… en þetta er bara standard í barnaafmælum orðið og klárast alltaf.

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli

Súkkulaðibita kakan
Ég ákvað að setja klassískar jógúrt muffins í nýjan búning og dulbúa þær sem súkkulaði bita köku.
Ég teiknaði andlit og skó á með súkkulaði túpum úr Allt í köku en ég kaupi candy melt’ið þar líka.

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli Shopkins birthday

Popp í rauða og hvíta dallinn með andliti sem ég teiknaði en það er líka hægt að finna svona andlit á netinu. Dallinn fékk ég í Megastore fyrir mörgum árum. Veit ekki hvar má finna svona núna.

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli

Jello
Ég er vandræðalega spennt yfir Jello svona á fullorðins aldri. Pælingin var að setja það í svona flott form eins og karakterinn er en ég þorði ekki að gera það ef það skildi festast í því. Svo það fékk að hlaupa í skál bara

Shopkins afmæli Fífur og Fiður

Amerískar pönnukökur með sírópi

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli

Heiti brauðrétturinn er að sjálfsögðu alltaf á sínum stað og klárast alltaf fyrst af öllu.

www.fifurogfidur.com

Kakan er svo augljóslega heimabökuð – skúffuköku uppskriftin góða með brúnu kremi á milli en bleiku utaná.
Ég gerði svo frumraun í því að hella candy melt súkkulaði yfir kökuna og var augljóslega ekki búin að horfa á Nailed it og læra að tempra súkkulaði ;) og var svo of þykkt líka en svona lærir maður.

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli

Hún er alveg fjarska falleg allavega

www.fifurogfidur.com Shopkins afmæli / Shopkins Birthday

Afmælisbarnið á stærð við kökuna en við skreyttum kökuna í sameiningu.

www.fifurogfidur.com

Þannig var nú þetta shopkins afmæli – litagleði út í gegn og stelpan alsæl með veisluna og gestina sína og ótrúlegt en satt þá er ekki búið að skipuleggja þema næsta árs…. ooo óó ;) Uppáhalds þemað mitt er þó held ég enn tungl afmælið í fyrra. endilega kíkið á það líka ef þið hafið ekki séð það nú þegar.

Ég er með ansi marga pósta á teikniborðinu núna… kannski ég komi þeim í dagsbirtuna á næstunni enda full af D vítamíni eftir góða 10 daga á Spáni með fjölskylduna.

Shopkins kveðjur,
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook