Skjáskot á sunnudegi -Baðherbergis innblástur og pælingar

Við ætlum að taka baðherbergið hjá okkur í gegn á næstunni og ég er sjálfskipaður baðherbergis innblásturs finnari. Ég var með ákveðna þættiní huga þegar ég hóf innblásturs leitina miklu en þar á meðal var engar flísar nema kringum baðkar eða flísar til hálfs, hrátt en hlýlegt, endurnýta gamla viðar mublu sem vaskaskáp, töff en þó svolítið klassískt líka og að spegillinn sem við festum kaup á í byrjun árs passi inn auðvitað. Spegillinn atarna er þessi hér að neðan en hann fengum við í Fakó og ég elska hann!

Hér að neðan hafið þið svo það sem kom uppúr mikilli pinterest og google yfirlegu enda ekki stíllinn sem ég hallast að á hverju strái.

Veggurinn heillaði, vaskaborðið og svartur vadkur kitla líka.

Plöturnar á veggnum eru forvitnilegar, ekki séð þær áður.

Svo má auðvitað smíða sjálfur…

Grænt nær mér alltaf! Smá flísar en þetta myndi þó ekki ganga hjá okkur þar sem við erum líka með sturtu í baðkarinu en fallegt er það. Það sem mér finnst heillandi við að hafa lítið um flísar er að breytingar verða gerlegri, ekkert bora í flísar vesen.

Flísar á tvo veggi og hinir í grófari kantinum, kemur vel til greina.

Ok svoldið útfyrir minnn stíl en finnst þetta truflað flott!

Svo má gera svona til að sleppa við bor í flísar

Dæs þetta rými! Tryllt en langt utan þess sem við höfum í höndunum hvað rými varðar.

Flísar upp á miðjan vegg og dekkri litur fyrir ofan.

Nú eða bara groovy dökkar flísar.

Skápurinn, flísarnar… fílingurinn.

Augljóslega ekki baðherbergi en flísar fyrir ofan vaskaborið.

Kannski maður leiki sér með tvær tegundir gólfflísa……

Handklæða hengi, já takk.

Leyfa Nonna að fá útrás í pípulagninga gleðinni

Flot og og mínu grófar flísar, fíla það.

Flísar í sturtu og flotaða veggi þess fyrir utan. Svörtu blöndunartækin eru líka eitthvað fyrir mig.

Töff sturtugler

Sexhyrndar flísar í munstur

Falskur veggur til að mynda sillu hillu

Ok líklega ekki en væri mjög skemmtilegt á gestaherbergi til að mynda.

Liturinn á viðnum heillaði líklega hér

Líflegt ekki satt, monstera í rýmið og málið væri dautt!

Ég er rosalega mikill sökker fyrir sexhyrndum flísum en er ekki viss um að ég leggi í þær

Áferðin á flísunum held ég að hafi heillað hér.

Baðherbergis-legasta eldhús sem ég hef séð en myndi sóma sér vel sem slíkt.

Svona!!! Þetta finnst mér geggjað! Sirka allt sem ég hafði í huga og flísarnar nokkuð klassískar.

Verður spennandi að sjá hvað við stöndum svo uppi með að endingu

Vona að þið hafið haft gagn eða gaman af þessum samtíningi mínum

Kveðja,

Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook