Skjáskot á Sunnudegi – fallegheit af símaskjánum

Æjj ok það er laugardagur.. en þú skoðar þetta kannski á sunnudegi.. bara ég með höfuðstafi..
Eins mikill Pinterest fíkill og ég er þá hentar stundum betur að taka skjáskot af hlutum sem grípa athyglina af einhverri ástæðu. Mér finnst gaman að flokka þessi skjáskot og ætla að deila því sem ég er með í símanum hjá mér sem stendur næstu sunnudaga.

Ég er boho aðdáandi þó ég fari nú ekki alla leið í stílnum á okkar heimili en þessi stíll gleður auga mitt.

Hversu fallegt! Elska Instagram reikninginn Elisa (Press_Liz)

Veit ekki… blóma draumórar.. Akkúrat núna langar mig að planta fullt af blómum í matjurtagarðinn minn núna í vor svo ég geti haft fersk blóm alla daga!

Fallegur Instagram reikningur – mér finnst orðið erfitt að fylgjast með öllum sem mig langar að sjá myndir frá og vildi muna eftir þessum reikning.

Ég setti mér markmið á árinu en eitt þeirra var að kaupa mér nýja flík á mánuði…. hljómar líklega öfugt í eyrum margra enda anti minimaliskt en ég ákvað að taka rækilega til í fataskápnum mínum og hafa bara föt í honum sem mig langar að nota og passa og eitthvað sem ég kaupi sjálf í bland við það sem systir mín leyfir mér að geyma fyrir sig ;)

Ég finn mér alltaf eitthvað fallegt hjá Kjólar og konfekt

Við ætlum að breyta skáphurðunum inní svefnherbergi hjá okkur og þetta er innblásturinn í það.

Mig langar að gera svona “þak” inní herberginu hennar litlu minnar

Nei bara hversu fallegt! Langar að gera upp lítinn bústað til að geta haft svona krútt eldhús.

Ef við hefðum átt hund þegar við giftum okkur um daginn hefði hann fengið svona vönnd! Geggjað – myndin er af Instagram reikningi 4 Árstíðir

Lífleg barnaherbergi grípa alltaf auga mitt – Mommodesign er alveg ekstra mikið lífleg.

Litirnir, sófinn….. clutterið – allt!

Mig langar í svona Air plöntu … hvar fæ ég svoleiðis…? Myndi útbúa svona á stein fyrir hana.

Frá því að við vorum í eldhús verkefninu okkar – möguleiki í stað flísa!

Ég horfi alltaf á mismunandi hluti þegar ég sé þessa mynd – litinn á eldhús skápunum, kimonið, bekkinn eða snagana. ELSKA þetta allt!

Panda krútt fyrir ofan skrifborð – kjút

Baðherbergis pælingar í gangi.. þó minna beri á eldmóðinum að hefjast handa… verður líklega ekki fyrr en í haust

Finnst þetta mynstur á veggnum svo geggjað!

Uppáhalds kvót

Þó þetta sé nú kannski aðalega gert fyrir mig að halda utanum þetta þá vona ég að einhver hafi gaman af því að gægjast í albúmið mitt.
Um næstu helgi ætla ég að taka saman uppskrifta skjáskotin sem ég hef tekið undanfarið.

Helgar kveðjur,
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook