Skjáskot á sunnudegi – Innblástur fyrir barnaherbergi

Gleðilegan sunnudag! Ég svo sver það, það var sunnudagur í fyrradag! Ég ætla að halda áfram með litla þemað mitt en ég er enn að vinna mestmegnis að vinna með skjáskot sem ég hef tekið fyrir alllöngu. Núna ætla ég að hafa þemað innblástur fyrir barnaherbergi en ég hefekki verið í slíkum pælingum í svoldinn tíma núna svo ekki af miklu að taka – þó einhverju. Vona að einhver hafi gaman af.

Ég held að þessi hafi verið tekin til að muna eftir skemmtilega leikfanginu þarna í bakgrunninum – plötunni með kubbunum, rennunum og tannhjólunum. Hinsvegar finnst mér líka voða gaman að sjá au natural leikfanga herbergi í rúst.

Við eigum ekki Ikea eldhús… svo liklega hefur mér bara þótt þetta fallegt. Skemmtileg auglýsingin þarna neðst… hmmm æjjj ég nenni ekki að klippa þetta til. Sorrý með mig.

Mig langar í svona hringi fyrir stelpurnar… en herbergin í fjölbýlishúsi byggðu í kringum ´75 eru á stærð við frímerki svo það hentar kannski ekki… en er samt ekki enn búin að slá þetta útaf borðinu.

Svo fallegt, með litum <3

Skemmtilegt heimagert hilluskraut – það þarf ekki að vera flókið

Líflegir blómapottar einhver?

Pípulagna koja! Meira fyrir gamanið þar sem við höfum gert þónokkur ljós úr pípulögnum. En mér finnst þetta töff engu að síður

Vír ský – svo einfalt en svo skemmtilegt!

Mommodesign er óttalega skemmtileg – hér var ég að pæla í skýjunum á kojuna uppí sumarbústað líklega.. nú eða framtíðar koju þeirrar yngri.

Ís snagar – svona viðar ís mátti fá í Söstrene grene lengi vel og skellt á spýtu og þú ert komin með skemmtilega snaga!

Nei bara allt sko! ELSKA þetta líflega instagram en þau eru líka með blogg.

Svo dett ég líka í svona frekar monocrome fíling – hér hef ég líklega verið að pæla í veggskrautinu.

Kojupælingar miklar en við ætlum að smíða koju fyrir þá stuttu á einhverjum tímapunkti. Þar sem börnin mín virðast vera tófur sem vilja helst vera sem mest í greni væri kannski snjallt að byggja bara eitt stykki helli…

Er skotin í þessum lit já og reyndar mörgum öðrum frá Sérefni – og bara falleg uppstilling á skápnum líka.

Þessi var kannski í síðasta heimilis skjáskota pósti… æj set þetta þá bara aftur. Svona þak er á “to do” listanum fyrir herbergi þeirrar stuttu.

Dúskalengja! Fallegt og líflegt og má auðvitað gera í hvaða lit sem er

Höfum það ekki lengra í bili en næsta sunnudag hugsa ég að ég taki svo annaðhvort baðherbergis innblástur eða veggskrauts innblástur en þetta tvennt er eitthvað sem ég er að hugsa um þessa dagana.

Ást og friður þangað til næst

Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook