Skjáskot á Sunnudegi – Uppskriftir af símaskjánum

Komið að næsta skjáskots pósti – aftur aðlega fyrir mig að hafa hlutina á einum stað til að ganga í þá þegar ég ætla að prófa þær. Að þessu sinni eru það uppskriftir sem ég hef tekið skjáskot af á hinum ýmsu miðlum, instagram, bloggum eða jafnvel snapchat. Allt gert til þess að reyna að muna eftir hlutum sem grípa augað.. nú eða magann í þessu tilfelli… í hafsjó upplýsinga á hinum alræmda alheimsvef.

Þessar súper einföldu skonsur eru frá Gulur Rauður Grænn og Salt og ég hef nú þegar prófað þær og þær fá TOPP einkunn! Must try á sunnudegi.

Sá þetta video af morgunverðar croisant í sponsuðum pósti á instagram hjá Krónunni og það rann smá slef niður kinnarnar – á enn eftir að prófa þær en það verður gert. Finn ekki téð video aftur en uppskriftin hljómaði uppá croissant opnað að ofan og skellt í ofn í nokkrar mínútur sem síðan er fyllt þeð eggjahræru með ost, beikon og vorlauk að mig minnir.

Fiski taco uppskrift frá snillingnum henni Lindu Ben, ef þú hefur ekki skoðað bloggið hennar uppskriftir og instagram mæli ég með því að skella í það.

Mér finnst þessir kanelsnúðar yfirnáttúrulega girnilegir hjá henni Maríu sem heldur úti blogginu paz.is. Langt síðan ég hef bakað snúða! Uppskriftirnar hennar Maríu eru sérlega aðgengilegar og vel útskýrðar og hæfa því svona hamfarakokkum sem þurfa að fylgja uppskriftum uppá millimeter.

Og önnur frá henni Maríu – Pizzasnúðar! Eldri valkyrjan mín er loks farin að vilja pizzasnúða og þessir því komnir á prófunarlistann

Hún Guðrún veiga er víst sérlega hrifin af þessu víni og ekki efar maður það frá jafn hreinskilinni konu.. ég man aldrei hvaða vín eru góð og þetta er kannski upphafið af því að ég muni eftir að taka myndir… verðugt markmið.

Ég er aðdáandi uppskriftanna hjá Gulur Rauður Grænn og Salt þessar á ég eftir að prófa og hlakka mikið til!

Sykurpúðasnjókorn, lítið gleður einfaldan :)

Þessar banana pönnsur koma upphaflega frá Hrefnu Dan en ég fylgi henni á Instagram

Rice Crispies botn með rjóma og piparfylltum lakkrís reimum! Þessi verður held ég bara gerð í dag!
Ég er sjúklega forfallinn lakkrís aðdáandi… tala nú ekki um ef pipar á hlut í máli! Hún Bára póstaði þessari á Instagramminu sínu en hún skrifar líka á Ynjur.is

Oreo Trufflur frá Gulur Rauður Grænn og Salt, ég ætti kannski að taka svona ár í að gera uppskriftir frá henni svona Julie and Julia style…. hmmm það er pæling!

Haustsúpa…. æjj sumir sumardagar eru nú bara eins og haustdagar á þessari blessuðu eyju okkar… Þessi girnilega súpa frá Café Sigrún á enn eftir að lenda á stónni hjá okkur en það mun koma að því.

Og svo smá kjút-ness í endann – sæt krúttgjöf til þíns heittelskaða nú eða bara leynivinagjöf ef maður sleppir hjartanu. Saltstangir og hvítt súkkulaði passa auk þess sjúklega vel saman

Þannig var nú það þennan sunnudaginn, vona að þið hafið átt hann góðann!

Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook