Skyndi öldrun

er það ekki eitthvað? Ég ætlaði að skýra póstinn insta-age en við skulum vanda okkur við vort fagra móðurmál enda í bráðri útrýmingarhættu. Sagði hún og gerði 50 innsláttarvillur.

Þessi öldrun sem um ræðir er ekki skyndiöldrun hjá mér eftir að ég eignaðist börn þó óneytanlega hafi gráu hárunum fjölgað – heldur eitthvað sem er búið að vera mjöööög lengi á “langa að” listanum mínum en mig langaði sumsé að elda við. Ég útskýri þetta betur aðeins neðar en í verkið þarf maður borð edik, sápulausa stálull og ef vill kaffi/te.

Ég tölti því í Byko í gær og spurðist fyrir um sápulausa stálull, fullorðni unglingurinn mátti varla vera að því að svara svo ómerkilegri spurningu og benti mér beinustu leið á hreingerninga ganginn – enda eru konur oftast að leita að einhverju sem fæst þar (?)…

Ég horfði lengi á hilluna og komst að því að ekki væri við öldrun mína að sakast (já ég er að grínast enda mjög ung og enn unglegri útlits) þetta væri bara ekki þarna. Ég rölti til baka og hann leiðir mig þá að málningarvöru rekkanum en þar er einmitt að finna margar mismunandi tegundir sápulausrar stálullar. Drengurinn spurði í hvað ég ætlaði að nota þetta um leið og ég svaraði “ég ætla að elda við” og fékk við það fyrsta augnlitið í þessu samtali og ekki laust við að ég sæi dæs í augum hans. Mér fannst ég allavega fyndin.

Ég labbaði út með þetta

IMG_4710

Ég henti slurk af ediki, stálullinni og slatta af kaffikorg í dollu og lét standa yfir nótt, þetta var í plastdall og allt annað en myndrænt svo engin mynd af því.

Ég ætla að nota þessa aðferð í að sjúska búkka sem við notum sem skrifborðs undirstöður og tók smá prufu blett á því og á eftir að prófa mig frekar áfram áður en ég klára það verk.

IMG_0094

Ég var líka með grænmetis/ávaxta kassa sem mig langaði að “elda” og var fullkomið prufu verkefni en svona var hann fyrir

IMG_4662

IMG_4661

Og svona eftir að strauk yfir hann með stálullina sem hafði setið í sullinu í ca 15 tíma

IMG_0092

IMG_0093

Ég hefði kannski átt að skoða umbúðirnar aðeins betur áður en ég notaði stálullina án hanska… blauta í ofanálag… án hanska, grímu og hlífðargleraugna. Svona rúlla ég… ég lifi á brúninni.

IMG_4717

Eins og ég sagði þá ætla ég að prufa mig áfram með þetta til að ná þeim lit sem ég leitast eftir á búkkana, hlakka til þess hvort sem það verður með Te & Kaffi eður ei… (falin auglýsing..?)

Upprunalega kom hugmyndin af þessum pósti en hér er annar góður þar sem hann ber saman útkomu milli Te og Kaffi (já ég gerði það aftur! ) Í leit minni að sápulausri stálull hér á fróni komst ég líka að því að hún Stína – Svo Margt Fallegt hafði notað þessa aðferð og bloggað ógurlega fallega um það.

Alltaf gaman þegar maður drífur í að framkvæma hluti af langa að langa listanum manns sér í lagi þegar það kostar lítið sem ekkert!

Vona að einhver hafi gaman af

Þ

Pin It

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *