Slím uppskrift fyrir káta krakka

Slím alda hefur riðið yfir landið undanfarið ár eða svo og líklega allir búnir að þróa sína eigin uppskrift :) Fyrir hina sem ekki eru svo þróaðir þá er hér eitt stykki uppskrift af borax slími en slímgerð er vinsæl iðja hjá hnátunum mínum.
Hvernig væri að koma krúttunum ykkar á óvart um helgina og stinga uppá slím verksmiðju heima í stofa, þetta er svo einfalt og skemmtilegt!

Innihaldið er einfalt:

1 bolli heitt vatn
3/4 – 1 teskeið borax
1/2 bolli kalt vatn
1 túpa af föndurlími (bæði hvítt og glært virka)

Valkvætt:
Matarlitur (ég nota gelliti)
Glimmer eða konfetti

Aðferð

1. Byrjið á því að blanda saman boraxinu og 1 bolla af heitu vatni og blandið þar til það er algjörlega uppleyst og látið síðan kólna.

www.fifurogfidur.com Slím uppskrift

2. Hrærið næst sama föndurlíminu og 1/2 bolla af vatni í aðra skál og hrærið þar til lausnirnar eru alfarið blandaðar saman. Ef óskað er að bæta lit eða skrautefni við þá er það gert á þessu stigi. Ég vil ekki setja skraut í það þar sem það dreifist um allt þegar leikið er með slímið og nota matarlitinn sparlega en þó þannig að litur fáist.

www.fifurogfidur.com Slím uppskrift

3. Blandið síðan lausnunum 2 saman og horfið á efnin ummyndast! Við hrærum svoldið með gaffli á meðan það þykknar en svo fara hendurnar á kaf

www.fifurogfidur.com Slím uppskrift

4. Leikið!

www.fifurogfidur.com Slím uppskrift

www.fifurogfidur.com Slím uppskrift

“Rétt” áferð

Stelpunum mínum virðist vera alveg sama um áferðina sem þær fá á slíminu en hér eru ráð ef þig langar að prófa þig áfram með að fá “rétta áferð á slímið

Ef slímið er of þunnt/klístrað þá er mælt með að bæta við meira boraxi – ef allt vatnið úr blöndunni fór í slímið þá er um að gera að eiga auga 1/4 bolla með 1/4 teskeið af boraxi tilbúið.

Ef slímið er mjög þykkt/hlaupkennt (kúla sem varla er hægt að teygja) þá reyna að kippa því í lag með því að gera annan skammt af slími (ef til er önnur límtúpa) en nota einungis 1/4 teskeið af boraxi í þá blöndu og skeyta svo slímunum tveimur saman og sjá hvort það jafnist ekki út.

Geymsla
Slímið endist alveg ágætlega en við geymum það í zip lock poka í ískápnum á milli notkunar.

www.fifurogfidur.com Slím uppskrift

Ef slímið fer í föt og rúllast ekki auðveldlega af þá las ég einhversstaðar að það væri gott að ná því úr með ediki.

Borax fæst til að mynda í Garðheimum og kostar dolla sem dugar í tugi slímuppskrifta nokkra hundraðkalla.
Límið kaupi ég í Tiger en eftir verðkönnun komst ég að því að þar fæst ódýrasta límið. Það má nota hvaða föndurlím sem er held ég, bæði glært og hvítt virkar.

Það má svo auðvitað gera margar tegundir slíms og ekki þarft að nota efni eins og borax í þær allar ef þess er óskað.

Vona að einhverjir hafi gaman af!

Sælar slímstundir

Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook