Svona átti þetta að vera.. svona endaði þetta

Flestir hafa rekist á svona “how it was supposed to look like – what it looks like” myndir og jafnvel síður. Ég átti eitt svoleiðis í gær.

Fann muffins í Gestgjafanum sem mér leyst ansi vel á, þær voru svona:

/home/wpcom/public_html/wp-content/blogs.dir/0a8/75360936/files/2015/01/img_04981.jpg

Það er ástæða fyrir því að mér finnst ekki gaman í eldhúsinu nema við að baka brauð… Og varla það!

/home/wpcom/public_html/wp-content/blogs.dir/0a8/75360936/files/2015/01/img_0489.jpg

Og svona líka fínt á bakka!!

/home/wpcom/public_html/wp-content/blogs.dir/0a8/75360936/files/2015/01/img_0491.jpg

Ég bað Nonna að fara útí bakarí en gestirnir sem voru löngu komnir og nutu sýningarinnar þverneituðu og heimtuðu að þræla þessu í sig. Þetta var svosem ætt en ljótari kökur fyrirfinnast varla.

Það sem ég lærði, ég þarf að fara í Ikea. Þar þarf að kaupa muffins forma haldara (en kökurnar láku um alla plötu) og krem sprautu svo þetta líkist allavega ögn kremi á köku en ekki tannkremi!
Auk þess vantar mig tilfinnanlega skúlptúr sem heitir Kitchenaid eða kannski bara aðstoð þegar ég stíg inní eldhúsið!

Þessi var hæstánægð með bleiku klessuna með kíló af kökuskrauti og bað meira að segja um aðra!

/home/wpcom/public_html/wp-content/blogs.dir/0a8/75360936/files/2015/01/img_0492.jpg

Þetta skal endurtekið með betri áhöldum, lofa þó ekki betri útkomu!

Muffin ást

Fífur og Fiður á Facebook

7 Comments

 1. Ásta
  January 4

  hahaha, skemmtilegt, þarf endilega að fjárfesta í svona formum líka, komst að því með hvítlauks ostabollunum í afmælinu hennar Malenu :) Förum kannski bara saman í Ikea….

 2. Ásta
  January 5

  hehehehe gæti varla verið meira sammála þér, þetta er alveg típíst með sérstaklega muffins, það er eitt af því erfiðara sem maður gerir. Love it!

  • January 5

   Gleður mig mikið að heyra af fleiri muffin murderes! ;)

 3. Íris Thelma
  January 12

  Æfingin skapar meistarann – ég hef skánað með hverjum bakstri en svo skipta stútarnir víst líka máli ;)

  • January 12

   Haha já hlýtur að koma hjá mér, var sérlega illa búin í þetta, en sprauta og stútar komu upp úr afmælis pakka og nú vantar bara muffins bakka og ég legg í næsta skammt!!

 4. Helga
  March 21

  Svona ef þið viljið spara þá kaupi ég mína möffinskökuhaldara í bónus, svona álbakka sem er hægt að nota aftur og aftur :)

Comments are closed.