Þriðjudags bútar úr Vesturbænum

Ég er ekkert hætt sko – bara smá andleysi og almennt eirðarleysi í gangi þessa dagana. Las áhugaverða grein um multi tasking í gær- hversu vont það er í raun fyrir okkur – tók þetta til mín…. en geeet bara ekki hætt að rjúka úr einu í annað! Nonni fær sko kvíðahnút af því að horfa á mig í tölvunni því ég fer svo mikið á milli “tab’a” Held þetta verði bara að vera verkefni næstu vikna, HÆGJA Á! Þið getið kíkt á greinina sjálf ef þið sjálf eruð illa haldin af áunnum athyglisbrest og brain fog eins og ég.

Annars eiga komandi flutningarnir mikið af mínum hug – eða þann part sem ekki er vanhæfur vegna svefnleysis – svo allt dútl er svoldið á hold.

Tvær vikur í flutninga og ekki einn hlutur kominn ofaní kassa. Svona erum við orðin pro, nennum ekki að hafa allt í kössum í fleiri vikur þegar maður er alltaf að þessu. Við göngum undir nafninu sígunafjölskyldan af vinum og vandamönnum sem eru vandræðalega yndisleg að hjálpa okkur að flytja alltaf hreint!

Líf mitt í hnotskurn þessa dagana:

Kaffi og mikið af því takk!

2015/01/img_0700.jpg

Nætur djammarinn mikli  aka ástæða kaffidrykkjunnar – scratchar með pápa á meðan heyrnatólin ættu í raun að vera á mér… eða allavega heyrnarhlífar – raddsterkt stykki þessi skal ég segja ykkur!

2015/01/img_0686.jpg

Hélt ég myndi aldrei segja þetta – en eyði talsverðum tíma í að hugsa um þessa kisilóru – afmælis pælingar auðvitað. HK afmælisgjafir er óþarfar þó þemað segi HK….þó þær megi alveg ;) Hún er nú dáldið sæt hún retro kitty haaa….

2015/01/img_0703.jpg

Æjji lilla túlípanar gera bara allt betra – ég keypti þá sjálf!

2015/01/img_0678.jpg

Farin að sanka að mér ódýru dóti í Jól í skókassa fyrir næstu jól – klárlega sniðugt að hafa meira dót til að flytja er það ekki!!?

2015/01/img_0677.jpg

Saumaði alveg tvo búta saman… án aðstoðar… vantar eitthvað súper einfalt verkefni til að græja – ef lúrinn hjá nætur djammaranum endist finn ég eitthvað sniðugt!

2015/01/img_0693.jpg

Mig langaði að prófa nýju kremsprautuna mína – svo ég setti þessi tvö í bakstur – þessu sinni var skúffu uppskrift sett í muffinsform (í muffins bakka líka) þær litu ágætlega út bara með kremi og kökuskrauti og brögðuðust enn betur… svo vel að ég náði ekki að mynda þær áður en þær hurfu!!

2015/01/img_0704.jpg

Hversdagurinn er fallegur – við þurfum bara að koma auga á það!

<3

Fífur og Fiður á Facebook

2 Comments

  1. Sigrún (frænka)
    January 20

    Gaman að lesa! Sammála, hversdagurinn er fallegur – já, bara fallegastur. Knús héðan.

  2. Ásta B
    January 20

    Gleðilegan þriðjudag :)

Comments are closed.