Þú mátt til að kíkja við..

…í herbergi stóru stelpunnar sem er að detta í að verða tilbúið (í bili) og því ekki annað eftir en að bjóða í heimsókn!

Gaktu í bæinn kæri gestur

1 Má bjóða þér inn

Svona er heildarmyndin – eða næstum því

Pano

Vantar þennan part inná panorama myndina en hún vildi ekki rúma meira fyrir mig

Skatthol og rúm

Á meðan lítur herbergi örverpisins hinumegin hurðarinnar svona út – obb obb obb

In the meanwhile

Skoða hvern “bút” ögn betur? Ég er til!

Ég er eins og oft hefur komið fyrir hér á blogginu mínu rosalega swag fyrir húsum. Þetta wasabi teip hús utan um fallegu gylltu stafina fannst mér gera punktinn yfir i-ið á þessum vegg. Allar mannverur elska að sjá og heyra nafnið sitt og því um að gera að flagga stöfunum hvar sem hægt er. Mig langar að hafa vegginn frekar léttan – smá andrými í annars “miklum” barnaherbergja stíl mínum.

Rúmhús close up

Í skotinu er að finna þessa korktöflusem. Þetta horn á að vísu á eftir að fínisera – setja hillu, finna nýjar pappakúlur og fjölga þeim og græja smá les aðstöðu, sýni það þegar það smellur saman.

Korkhús

Svo er það krókurinn góði sem myndast með kommóðunni með krítartöflunni á bakinu

Krókurinn frá endanum

Aðeins nær?

Krókurinn

Eldhús meistarans

Eldhús meistarans

Fuglinn kominn á sinn stað og skrautið komið á vegginn. Veggjaskrauts uppröðun er náttúrulega námsbraut í skóla – gvöð hvað það er erfitt að ákveða sig með svona, kannski bara valkvíðinni í mér?

Borðkrókur

Ég er rosa ánægð með grúbbuna – hún kemur mun betur út en hún gerir á mynd en með tíð og tíma á eflaust eftir að bætast við hana og hún taka breytingum eins og allt. Myndirnar eru fengnar frítt á netinu, til að mynda hér

Grúbba

Ég ELSKA þennan kjól sem var afmælis kjóll dömunnar – já ég veit – anti bleika Þórlaug er alveg búin að missa það!
Kjóll og spegill

Fuglahúsið góða fékk stað með smá vegg límmiða við spegilinn – nú er þetta fuglkomið.
Fuglkomnun

Það er líklega þörf á að taka fram að herbergið er fullt af leikföngum, í skúffum, kistlum og geymslu kössum. Núna er bara að fá barnið til að leika sér í herberginu sínu!

Gætið þess að hrasa ekki um drasið í herberginu fyrir framan á leiðinni út, held ég verði eftir og byrji að gera og græja herbergi litla fuglsins.

Ást og friður inní helgina

<3

Fífur og Fiður á Facebook

5 Comments

  1. March 27

    Mjög svo fallegt :)

    • Takk fyrir innlitið Soffía :) Þetta er allt að koma, tekur svolítinn tíma að vera alltaf að byrja að nýju við flutninga á árs fresti en það gefur líka ó svo marga möguleika á skvetta úr skreytiblætis klaufunum. Góða helgi!

  2. ó, en fallegt herbergi! Greinilega mikil vinna lögð í falleg smáatriði og ég er nett abbó yfir þessu fallega rúmi og kommóðu!

  3. […] svona í sannleika sagt… Þó það sé voða fínt sem slíkt líka, getur séð það hér í barnaherbergis pósti hjá […]

  4. […] smávægilega breytingu á litnum á korktöflunni inni hjá frumburðinum sem mér finnst breyta alveg ótrúlega miklu – liturinn sem var á henni var mjög fallegur […]

Comments are closed.