Tröllatré GJAFALEIKUR

Hún mamma mín er mikill meistari í einu og öllu og ein seigasta og harðasta kona sem ég veit um! Hún er ekki bara það heldur frábær fyrirmynd og sjúklega fær í öllu sem viðkemur að brasa í höndunum en hún skellti sér í blómaskreytingarnám “á gamals aldri” eins og hún segir sjálf. Mig langar að sem flestir fá að njóta hæfileika hennar jafnvel þó hún starfi ekki blómaverslun lengur. Hún gerir dásamlegar skreytingar en eitt af mínum uppáhalds sem ég kalla “Tröllatré” í öllum stærðum og gerðum sem ég er handviss um að aðrir muni líka elska, jafnvel þó hún efist á tíðum

Hún gerði til að mynda dásamlega aðventukransinn minn eftir pöntun en þó með listrænu frelsi

Aðventukrans og Tröllatré

Ég er líklega pínu ráðrík og held kannski að tilvist mín í þessu lífi sé að ýta svolítið á hana….. og held því hér með áfram! ;) Sorrý mamma!

Mig langar að gefa eitt krúttlega tröllatrés skreytingu (ca 50 cm á hæð)eftir hana með smá leik á Facebook síðu Fífur og Fiður (fyrsta og kannski seinasta leikinn :). Ég veit það er óbærilega mikið af leikjum í gangi núna en þessi er með hlýju í hjarta. Höfum þetta því einfalt

  • Skelltu “Like” facebook síðu Fífur og Fiður (verður að fara á facebook, ekki nóg að gera like hér á bloggpóstinn, ég sé því miður ekki hver líkar hér að neðan né deilir)
  • Skildu eftir skilaboð við facebook póstinn – þarf ekkert að vera flókið og þar með ert þú komin í pottinn og getur hreppt eitt krúttlegt tröllatré.

Við drögum vinningshafa næstkomandi Laugardags kvöld, 9. desember og hægt verður að nálgast krúttið (ekki mömmu heldur tréið) hér á Höfuðborgarsvæðinu á Sunnudeginum eða í vikunni þar á eftir.

Nú er það svo að fylgjendahópur Fífur og Fiður ekki mjög stór svo allar deilingar og tagganir væru velkomnar til að við getum sýnt henni að hún eigi að halda áfram að bardúsa! Hver veit nema fleiri hafi svo tækifæri á að eignast svona ef hún heldur áfram.

Svona svo þið hafið nú ekki bara orð mitt fyrir því að þessi tré eru æði þá set ég nokkrar myndir af þessum tröllatrés krúttum en hún gerir þau í öllum mögulegum stærðum og engin tvö eru eins!
Fífur og Fiður - Tröllatré

Fífur og Fiður - Tröllatré

Fífur og Fiður - Tröllatré

Fífur og Fiður - Tröllatré

Fífur og Fiður - Tröllatré

Ef ykkur langar ekki í svona sjálfum þá má kannski “tagga” einhvern sem þú heldur að myndi gera það.

Ást og friður útí desember
Þórlaug

Ps. Aftur, “Like” (verður að fara yfir á facebook, sjá hér ekki nóg að gera like hér á blogginu þar sem ég sé því miður ekki hver líkar hér að neðan né deilir)

Fífur og Fiður á Facebook