Tungl // Geim Afmæli

Jæja frumburðurinn að verða 6 ára!! Fyrir um einu og hálfu ári síðan ákvað hún að 6 ára afmælisveislan yrði plánetu afmæli. Þónokkrum sinnum spurði ég hana hvort hún vildi halda sig við plánetu afmælið og mín kona hélt það nú. Úr varð plánetu / geim / tungl afmælisveisla.

Geimið stóðst væntingar dömunnar en það þarf svosem ekki meira til en að fólkið okkar dásamlega láti sjá sig til að gleðjast með okkur – rest er bara áhugamál móðurinnar.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Þegar ég segi áhugamál þá meina ég það! Stundirnar sem ég legg í að hugsa út veitingar og skreytingar, Pinterest söfnun og uppsetning. Ég teikna þetta upp, lista upp, geri innkaupalista, skima eftir hlutum allt árið um kring og velta fyrir mér uppsetningu. Daman gefur mér sumsé listrænt frelsi og hér er útkoman.

Hér má sjá veisluborðið nánast fullklárt – enn vantaði þó nokkrar veitingar á það. Dúkurinn er velúr strangi úr Rúmfatalagernum sem kostar um 1600 kr og er til í ýmsum litum.
Stjörnurnar eru sjúklega skemmtilegar pappírs stjörnur úr Söstrene sem festust við allt og mynduðu skemmtileg stjörnuflóð.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Ég kæddi vegginn með svörtum gjafapappír úr IKEA og skreytti svo með gylltum penna. Ég fann einhverjar (vonandi réttar) upplýsingar um tunglið og sólina á hr. Google og ritaði upp.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Ég teiknaði svo upp stjörnumerkið fiskinn eðli málsins samkvæmt :)

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Tungl megin í lífinu með Hr. Tungl sem ég sýndi ykkur um daginn. Það vantar að vísu enn geimveru grænmetið og stjörnuþokuna á þessum tímapunkti.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Oreo kex með hvítu súkkulaði – auðvitað mismikil fylling í tunglinu þó sjáist aðalega í fulla tunglið þarna. Gígana gerði ég með því að dýfa sogröri í það. Fulla tunglið gerði ég með bræddu súkkulaði í skál en hluta tunglin gerði ég með túpu súkkulaði, mjög handhægt.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Kornfleks tertan góða var fullkomið tungl – mjög hentugt þar sem ég er enn með æði fyrir henni!
Túlípanarnir eru eins og plánetur eða sólkerfi þarna útum allt – elska þá!

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Aftur í heildina þó enn ókláruð (já við náðum ekki mynd af heildinni allri – fólk var farið að dást að borðinu áður en það var komið (þetta 0,1% sem vantaði)

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Hinu megin í sólkerfinu var svo meðal annars þetta að finna

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Geimveru klessur! Saltstangir og súkkulaði, skreytt með sykuraugum.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Fljúgandi furðuhlutir UFO’s – Kleinuhringina keyptum við í Hagkaup og þeir slógu að sjálfsögðu í gegn.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Tunglið laumaði sér í þennan hluta sólkerfisins líka, ananas máni og bláber. Einfalt og skemmtilegt.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Hér sést svo glitta í það sem náðist ekki á heildarmynd
Rauða Jello geimþoku (ég fann hvergi blátt Jello) jarðarber skorin í stjörnu og hnött og kökuskraut með.
Geimveru grænmetið – einfaldlega grænmeti með tannstönglum með hristiaugum límdum á.
Pönnukökur smella sem flís við rass enda ekkert nema tungl!
Geim sælgæti í pappaöskjum – appolo lakkrís, milkiway stjörnur og rauðar karmellu kúlur (mars)

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Svo voru smáatriði á nokkrum stöðum, stjörnu piparkökuformin eru aðvitað brill í svona þema.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Geimfara búningurinn sem hún fékk í afmælisgjöf fékk að hanga þar sem hún vildi vera í kjól í veislunni.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Þessa ótrúlegu snilld gerði hún móðir mín úr kartoni – utanum afmælisgjöf dömunnar!

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Það eina sem finna mátti á stofuborðinu voru þessar geimflaugar en neðsti parturinn af þeim eru hjartalaga sykurpúðarnir úr TIGER – öfugir eru þeir eins og eldflauga botn!

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Það mikilvægasta fyrir komandi kynslóðir – Jörðin. Ísland er þarna sko ;)
Einfalt en að mínu mati skemmtilegt, UFO’s frá LOL komu skemmtilega út en jimundur hvað þetta er undarlegt sælgæti!

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Kertin voru með bleikum loka sem sást lítið vegna dásemdar veðurs – haha allir að velta þessu fyrir sér, kertin að brenna upp en enginn logi. Hann kom þó á endanum í ljós.

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Svo má nota pappírinn í gerð listaverka að veislu lokinni og á komandi dögum (vikum og kannski mánuðum…)

Geimveru gerð í gangi

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Held að þessi sé einmitt ein slík – þessi týpa er milljón!

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Sátt við daginn skaust hún uppí rúm á geimskutlunni (hlaupahjólinu) með bros á vör. Mission Completed!

www.fifurogfidur.com Space - moon themed birthday party - 6 ára geim - tungl afmæli

Stærsta afrekið í ár finnst mér líklega tvennt, við vorum ekki á síðasta snúning með allan undirbúning og vorum þar að auki tilbúin þegar fyrstu gestirnir komu (99,9%) OG ég var ekki eins og sprungin blaðra í 2 daga eftir partýið. Að því sögðu væri afmælin ekki það sem þau eru nema fyrir mikla og góða krafta okkar allra nánustu. <3 Ég sagði nú í afmælinu að ég ætlaði bara að hafa venjulegt barna afmæli afmæli næst, skúffukaka hlaðin nammi, muffins og pulsu partý. Sjáum hvort ég nái að halda mér frá þema planinu. Þetta er bara svo GAMAN! Ég ætla að njót þess að gera þetta á meðan bæði ég og þær hafa gaman af þessu - og að sjálfsögðu taka þær þátt eins og þær nenna og vilja. Vona að þetta gefi einhverjum skemmtilegar hugmyndir í afmælis partýið/geimið og ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega skjótið :) Alls ekkert geim over, Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook