Vega veröld

Þetta sumar er búið að vera alveg yndislegt – reglulega rifja ég upp síðasta sumar í samanburði eins og maður á til að gera í öllum sínum mannlega breiskleika.

Síðasta sumar var ljúft í byrjun en skall svo á með mikilli vanlíðan hjá litlu kerlingunni, kveisa eða eitthvað annað…. erfitt var það fyrir alla hlutaðeigandi. Það er í fortíðinni núna en minningarnar af grát og öskur dögum eru enn ansi ljóslifandi og læðast upp að manni þar sem maður áður labbaði með grátandi kríli sem ekkert var hægt að gera fyrir og lítið lagaðist þrátt fyrir þrotlausar tilraunir.

Ef þið þekkið einhvern sem er að ganga í gegnum þetta tímabil viljið þið þá bjóða ykkur í heimsókn og taka barnið ykkur í hönd og rölta um með það… og jafnvel bara senda foreldrana út í smá göngutúr eða bara bað.

Nóg um það!

Við fórum í “sveitabrúðkaup” hjá vinafólki okkar í byrjun sumarfrís – á Siglufirði sem er einn af mínum uppáhalds bæjum á landinu. Við ákváðum að taka börn og buru með og gera smá ferðalag úr þessu… en til að það gengi upp fengum við aðra ömmuna til að koma með.

Við vorum með 1 herbergi á dásamlegu gistiheimili á Siglufirði – The Herring House sem ég mæli eindregið með að þið tékkið á ef á Siglufirði. Dásamlegir gestgjafar og gistiheimili <3 Amman gisti þar föstudagsnóttina en við hjónaleysin fengum að sofa þar og sofa út morguninn eftir veisluna. Ef ömmur eru ekki bestar í heimi þá veit ég ekki hvað! Þessi tilbúin í villinga ferðalag - ómótstæðileg? Það þykir mér! www.fifurogfidur.com

Tilbúnar í’etta!

www.fifurogfidur.com

Þröngt mega sáttar sitja – þetta var alls ekki svo slæmt en mikið var ég fegin að við lentum ekki árekstri….

þröngt mega sáttar

Þessi vísaði veginn – mikið sem ég elska Vegahandbókina – mæli með að þú nælir þér í eina ef þú átt ekki nú þegar nú svo er líka til app ef þú kýst svo.

www.fifurogfidur.com

Við gerðum margar mjög heiðarlegar tilraunir til að ná góðri sjálfu af okkur saman í veislunni….. á endanum ákvað ég bara að hafa betri helminginn af betri helmingnum ;) Krefjandi þegar góðu sjónarhornin eru ekki þau sömu!

www.fifurogfidur.com

Þessa dásamlegu hugmynd hef ég oft séð á Pinterest en ekki séð framkvæmda áður. Snilldar veislustjórarnir plönuðu þetta og fengu sem allra flesta til að setja sitt fingrafar á verkið. Við væmna fólkið gerðum hjarta fingrafar.

www.fifurogfidur.com

Við skemmtum okkur svo rosalega gasalega svakalega vel – dönsuðum af okkur skóna… nei ok ekki við en brúðurin gerði það. Lifi alveg enn á þessu dásamlega fallega og skemmtilega brúðkaupi en það kveikti óneitanlega áhugann á að gera eitthvað “smá” í kringum okkar dag á komandi ári.

Dansað af sér skóna

Skóbúnaður var mér hugleikinn í þessari ferð…

www.fifurogfidur.com

Töfrum líkast að ganga heim í þokuvöfðum firðinum! Svo ferskt

www.fifurogfidur.com

Svo var best í heimi að finna myndir frá perlunum okkar við rúmstokkinn. Fyrsta myndin hennar Hrafnfífu

www.fifurogfidur.com

Kría eitthvað verið upptekin af því að litla systir var að teikna og ekki nennt þessu en skemmtileg tilraun að halda á öllum litunum í einu (mögulega til að litla fengi ekki of marga)

www.fifurogfidur.com

Hress og kát daginn eftir – enda búin að sofa til 11 takk fyrir pent!

www.fifurogfidur.com

Í bakgrunni þarna hjá mér má sjá snillinginn minn dunda við að búa til þetta flotta mynstur alveg sjálf

www.fifurogfidur.com

Og útilegu kaffi – ohhh hvað það var gott

www.fifurogfidur.com

Það þurfa allir að taka eina (eða 10) myndir þarna er það ekki?

www.fifurogfidur.com

Fjölskyldumynd – aaaalveg yfirveguð og allir til í etta… Kannski einhvern daginn?

www.fifurogfidur.com

Önnur skómynd… æjj hvað get ég sagt mér þykja þær skemmtilegar. Litla týpan var sofandi… og er ekki komin í túttur.

Rauðsokkur

Svo það var bara tekin mynd af Hrafnafífu í staðinn

Hrafnafífa

Veður og vindar voru ekkert mjög lofsamir svo á mánudeginum var haldið heim á leið með stoppi í Jólahúsinu í Eyjafirði. Þeirri eldri þótti afar gaman að koma þangað

Svona langar mig að gera!

www.fifurogfidur.com

Brjóstkassi – gott gott gott

www.fifurogfidur.com

Við stoppuðum svo aðeins á handverks markaði í Laugarbakka í Handverkshúsinu Langafit þar sem kenndi ýmissa grasa. Til að mynda víkinga leikhorni fyrir börnin. Fullkomið á meðan við hin skoðuðum skemmtilegar vörur. Ég er enn að hugsa um bókina með beljuverkunum sem hanga þarna til sýnis en maður einn gerði eina mynd af kýr á dag í heilt ár. MJÖG litríkar og skemmtilegar myndir.

Víkinga týpa

Svo urðum við líka fræg – Siglo.is. Við vorum greinilega svona ómótstæðileg við að gúffa í okkur pulsur og grillaða sykurpúða að það varð bara að taka við okkur viðtal.

Góð ferð í alla staði!

Vona að sumarið fari vel með sem allra flesta og ef það gerir það ekki, þá kemur betri tíð með blóm í haga hið fyrsta vonandi.

Ykkar einlæg,
Þ

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

  1. Ragna
    July 26

    Dásamlegt, gott að þið eruð að njóta sumarsælunnar :)

Comments are closed.