Veggskreytingar Plaköt og veggspjöld

Það er ekki laust við að ég sé með sviðsskrekk svo langt er síðan ég hef póstað einhverju! En látum vaða á þetta. Nærri ár liðið frá því að við fengum íbúðina okkar afhenta og orðið tímabært að fara að setja eitthvað á veggina. Ég er því mikið að pæla í hvar ég fæ veggspjöld og plaköt þar sem það er tiltölulega ódýr og að mér finnst töff leið til að skreyta heimilið. Hér eru nokkur þeirra sem ég er að pæla í og passa inní okkar stíl.

Ef þið klikkið á myndirnar farið þið inná viðeigandi síður.

Sker Hönnunarhús bíður uppá skemmtilegt úrval af myndum – flott úrval af list í barnaherbergið líka en þar á auðvitað að vera list líka. Ég er sjúk í þessa Kríu eðli málsins samkvæmt. Hún mun skreyta veggina hér áður en langt um líður.

Í Epal má líka finna ýmislegt skemmtilegt – þessar greipar gripu mig um daginn.

Hjá Nostr finnið þið til að mynda þessi plaköt með ýmsum textum – hamingja og ást finnst mér ferlega kjút.

Eyrin er með þessar fallegu myndir frá Minni til sölu hjá sér í netversluninni og

Svartar fjaðrir hafa uppá breytt úrvarl mynda en þessar tvær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér og alveg sérstaklega Ikaros – þvílík fegurð!

Svo getur maður líka búið til sínar myndir sjálfur nú eða fengið börnin til að láta ljós sitt skína.

Auk þess að vera með augun opin fyrir plakötum í boði skellti ég mér í Norræna húsið en á bókasafninu þar er Artotek – listasafn til leigu. Við vorum dugleg að taka á leigu þar fyrir nokkrum árum en maður má taka 3 myndir á leigu á hvert kort (árgjaldið á korti er 1900 kr) og hafa í 3 mánuði í senn síðan fer maður og skiptir út. Brilliant og alltaf eitthvað ferskt á heimilinu. Myndirnar eru mikið til grafík verk og eftirprent í ramma.

Borgarbókasafnið býður líka uppá svona á máluðum verkum – gegn ögn hærra gjaldi en mánaðargjaldið getur svo gengið uppí kaup á verkinu ef á einhverjum tímapunkti fólk langar að eignast verkið. Einföld leið til að eignast drauma verkið ekki satt?

Núna er ég á höttunum eftir einhverju skemmtilegu kringlóttu til að hafa með á myndaveggjum – þetta kemur allt með kalda vatninu.

Hvað ert þú með á veggjunum hjá þér og hvar finnuru það og hvar færðu ramma/lætur innramma?

Kveðja
Þ

Fífur og Fiður á Facebook